28. apríl 2014
Dagskrá:
1. Inntökuathöfn, nýir félagar
2. Aðalfundur
a. Skýrsla formanns
b. Reikningar
c. Uppstillingarnefnd
d. Ný stjórn kosin
3. Önnur mál
4. Hljómahöllin skoðuð
Formaður setti fundinn. Geirþrúður kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar.
Nýir félagar voru formlega teknir inn í Delta, Kappa, Gamma við hátíðlega athöfn. Það voru þær Árdís Hrönn Jónsdóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Gerður Pétursdóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir og Þórunn Róbertsdóttir.
Aðalfundur deildarinnar. Sóley Halla Þórhallsdóttir var valin sem fundarstjóri.
- Formaður Inga María Ingvarsdóttir las skýrslu stjórnar. Hún sagði frá því mikla og skemmtilega starfi sem unnið hefur verið í deildinni síðustu 2 ár.
- Gjaldkeri Hulda Björk Þorkelsdóttir fór yfir reikninga og bar þá upp til samþykktar. Hækkun á gjaldi var samþykkt frá hausti 2014 í 14.000 kr.
- Guðbjörg Sveinsdóttir kynnti störf uppstillinganefndar og tilögur að nýrri stjórn sem var borið upp til samþykktar.
- Ný stjórn formaður: Sigrún Ásta Jónsdóttir, ritari: Kristín Helgadóttir, meðstjórnendur: Geirþrúður Bogadóttir, Þórdís Þormóðsdóttir.
Önnur mál:
Karen Sturlaugsson Þetasystir og aðstoðarskólastjóri tónlistarskóla Reykjanesbæjar kynnti nýja aðstöðu tónlistarskólans í Hljómahöllinni. Mjög glæsilegt í alla staði.
Fundi slitið kl.20:30
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 14. maí 2017