28. apríl 2014

Dagskrá:
1. Inntökuathöfn, nýir félagar
2. Aðalfundur
a. Skýrsla formanns
b. Reikningar
c. Uppstillingarnefnd
d. Ný stjórn kosin
3. Önnur mál
4. Hljómahöllin skoðuð
 
Formaður setti fundinn.  Geirþrúður kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar.
Nýir félagar voru formlega teknir inn í Delta, Kappa, Gamma við hátíðlega athöfn.  Það voru þær Árdís Hrönn Jónsdóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Gerður Pétursdóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir og Þórunn Róbertsdóttir.
Aðalfundur deildarinnar.  Sóley Halla Þórhallsdóttir var valin sem fundarstjóri.  
  1. Formaður Inga María Ingvarsdóttir las skýrslu stjórnar.  Hún sagði frá því mikla og skemmtilega starfi sem unnið hefur verið í deildinni síðustu 2 ár.
  2. Gjaldkeri Hulda Björk Þorkelsdóttir fór yfir reikninga og bar þá upp til samþykktar.  Hækkun á gjaldi var samþykkt frá hausti 2014 í 14.000 kr.
  3. Guðbjörg Sveinsdóttir kynnti störf uppstillinganefndar og  tilögur að nýrri stjórn sem var borið upp til samþykktar.
  4. Ný stjórn formaður: Sigrún Ásta Jónsdóttir, ritari: Kristín Helgadóttir, meðstjórnendur: Geirþrúður Bogadóttir, Þórdís Þormóðsdóttir.
Önnur mál:
 Karen Sturlaugsson Þetasystir og aðstoðarskólastjóri tónlistarskóla Reykjanesbæjar kynnti nýja aðstöðu tónlistarskólans í Hljómahöllinni.  Mjög glæsilegt í alla staði.
Fundi slitið kl.20:30
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017