28. febrúar 2011
5. fundur Þetadeildar vetrarins var haldinn 28. febrúar 2011 kl. 20 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Formaður setti fund með því að kveikja á kertunum þremur og bauð systur velkomnar.
Hún ræddi undirbúning vorþingsins sem er í góðum farvegi hjá okkur. Hún minnti einnig á Evrópuþingið sem haldið
verður í Baden-Baden í þetta sinn.
Vísað var í fundargerð síðasta fundar á vefnum og samkvæmt nafnakalli voru 15 félagar mættir.
Þórunn Friðriksdóttir flutti orð til umhugsunar og minnti okkur á að versla heima til að tryggja verslunum rekstrargrundvöll og fólki vinnu. Hún ræddi einnig um að lítið væri um störf fyrir konur í þeim hugmyndum um atvinnustarfsemi sem væri verið að ræða um að setja upp hér á svæðinu.
Gestur kvöldsins, Jórunn Tómasdóttir, forfallaðist á síðustu stundu en Elín Rut Ólafsdóttir flutti erindi hennar.
Það fjallaði um nýjunar í íslenskukennslu á 2ja ára ferðamálabraut og björgunar- og öryggisbraut. Jórunn fékk
frjálsar hendur við skipulagningu námsins og lagði áherslu á skipuleg vinnubrögð og að vinna með áhugamál nemenda.
Ása Einarsdóttir og Þorbjörg Garðarsdóttir sýndu lausnir sem hægt er að nota í Word við að auðvelda nemendum sem
þess þurfa að hlusta á texta um leið og þeir lesa og breyta leturstærð og lit í bakgrunni og á letri sem hæfir hverjum og einum. Einnig
sýndu þær hvernig nýta má MindManager við verkefnavinnu.
Fundinum lauk kl. 21:30 eftir spjall yfir kaffiveitingum.
Hulda Björk Þorkelsdóttir ritaði fundargerð
í fjarveru ritara.
Síðast uppfært 10. mar 2011