10. desember 2001

10. desember 2001

Fundurinn var haldinn í safnaðarheimili Grindvíkurkirkju og var það Grindavíkurhópurinn sem sá um kvöldið.

Stefanía las orð til umhugsunar og las hún fyrir okkur æskuminningar eldri konu, Kristrúnar Heiðarsdóttur. Sagði þar frá samskiptum íslenskrar fjölskyldu og breskra hermanna á stríðsárunum og hvernig jólahelgin brúar bil milli þjóða.

Gestur fundarins var Jóna Kristín, prestur þeirra Grindvíkinga. Sagði hún frá starfi prestsins og hvernig var að koma inní þetta starf á sínum tíma sem ung kona. Einnig flutti hún með hjálp grindvísku kvennanna predikun í formi leiklestrar.

Mætt var Sigríður Daníelsdóttir í fyrsta sinn og ætlar hún að ganga í hópinn.

Mættar. Elínborg, Guðbjörg I., Guðríður, Inga María, Jónína, Karen, Lára, Margrét, Sóley Halla, Stefanía, Valgerður, Þórdís, Elín Rut, Sigrún Ásta, Steinunn, Sigríður Dan. Forföll boðuðu: Bjarnfríður, Guðbjörg S., Hildur, Hulda, Laufey, Sigríður Bild.


Síðast uppfært 01. jan 1970