30. september 2000
1. fundur haustið 2000.
Félagsfundur Þetadeildar haldinn í boði Etadeildar í veitingahúsinu Jenný.
Formaður Etadeildar setti fundinn og konurnar stóðu allar upp og kynntu sig. Formaður las síðan söguna um steinana í lífi okkar. Formaður Þetadeildar tók líka til máls og las upp úr Lækningabók alþýðu.
Þá fluttu sjúkraþjálfararnir Gígja Þórðardóttir og Unnur Pálsdóttir erindi um hvernig bætt líkamsástand hefur áhrif á lífsgæði.
Eftir fyrirlesturinn var borðuð súpa og síðan var fundi slitið. Nokkrar konur skelltu sér þá í Bláa lónið.
Mættar: Bjarnfríður, Guðbjörg Ingim., Hildur, Inga María, Jónína, Lára, Valgerður og Þórdís.
Síðast uppfært 21. maí 2009