27. apríl 2004
Fimmti fundur Þeta deildar haldinn í Myllubakkaskóla þann 27. apríl 2004.
- Inga María bauð konur velkomnar, setti fund og kveikti síðan á kertunum.
- Elínborg las upp markmið samtakanna
- Steinunn flutti orð til umhugsunar, fjallaði um hvað allt þurfi að gerast hratt í dag. Las síðan tvær örsögur úr bókinni: Drengurinn með röntgenaugun. Sú fyrri var: Svið eftir Þorvald Þorsteinsson og hin seinni: On eftir Sjón.
- Oddný flutti erindi þar sem hún reifaði störf nefndar sem hún hefur átt sæti í um styttingu náms til stúdentsprófs. Félagskonur höfðu mikinn áhuga á efninu og var rætt um ýmsa þætti í þessu flókna máli á fundinum.
- Ritari tók nafnakall og tvær síðustu fundargerðir voru samþykktar.
- Formaður las skýrslu stjórnar. Tilkynnti um nýja stjórn, sagði frá að 5. júní nk verður stofnuð ný deild á Ísafirði og óskar Þetadeilin þeim velgegni.
- Guðbjörg Sveinsdóttir, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins, reikningarnir voru látnir ganga. Þá voru skírteini til skilvísra greiðenda afhent.
- Þórdís þakkaði fyrir hönd stjórnar gott samstarf á sl tveimur árum og Sóley Halla þakkaði traustið.
- Inga María sleit síðan fundi kl. 10:00.
Síðast uppfært 01. jan 1970