13. janúar 2010

3. fundur starfsársins 2009-2010 í Þeta-deild DKG var haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2009 á heimili formanns deildarinnar, Valgerðar Guðmundsdóttur og var árlegur bókafundur.

Formaður setti fund, kveikti á kertunum þremur og las markmið samtakanna en þema deildarinnar þetta starfsárið á einkar vel við 7. markmiðið og einnig viðfangsefni fundarins. Hún sagði  frá þemum annarra deilda þetta árið, en margar þeirra hafa valið svipað þema og við. 

Inga María Ingvarsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá þróunarverkefni um lestur og orðaforða sem verið er að vinna á Tjarnarseli. 

Næst á dagskrá var nafnakall og voru 18 félagskonur mættar. Fundargerðir tveggja síðustu funda voru samþykktar.

Aðalefni fundarins var, eins og venja er á bókafundum, að hver og einn félagskona sagði frá áhugaverðum bókum sem þær  höfðu nýverið lesið og sköpuðust skemmtilegar og líflega umræður um bækurnar.

Næsti fundur verður á Bókasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn 10. mars kl. 20 og mun Jónína Benediktsdóttir verða gestur fundarins.

Fundi var slitið kl. 21:30.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð

Fundargerðin samþykkt á fundi 10. mars 2010.

Listi yfir bækur og höfunda sem fjallað var um:

Bókmennta- og kartöflubökufélagið / Mary Ann Shaffer
Fuglalíf á Framnesvegi / Ólafur Haukur Símonarson
Auður / Vilborg Davíðsdóttir
Meiri hamingja : leyndardómar daglegrar gleði og varanlegrar lífsfyllingar / Tal Ben-Shahar
Harmur englanna / Jón Kalman Stefánsson
1001 leið til að slaka á / Susannah Marriott
Karlsvagninn / Kristín Marja Baldursdóttir
Svörtuloft / Arnaldur Indriðason
Hjartsláttur / Hjálmar Jónsson
Horfðu á mig / Yrsa Sigurðardóttir
Berlínaraspirnar, Kuðungakrabbarnir og Á grænni grundu / Anne Birkefeldt Ragde
Hversdagshetjur / Eva Joly
Blómin frá Maó / Hlín Agnarsdóttir
Chicago / Alaa Al Aswani
Kona þriggja eyja : ævisaga Ásu Wright / Inga Dóra Björnsdóttir
Málavextir / Kate Atkinsson
Tvíburarnir Tessa de Loo
Leyndardómar býflugnanna / Sue Monk Kidd
Góður elskhugi / Steinunn Sigurðardóttir

Bækur Vilborgar Davíðsdóttur
Millenium bækur Stieg Larsson
Lisa Marklund
Camilla Läckberg
Henrik Mankell
Dick Francis
Maeve Binchy
Lisa Scottoline
Lee Child
Jane Isenberg
Bækur Marianne Fredriksen


Síðast uppfært 12. mar 2010