11. desember 2002
Varaformaður Hulda Björk Þorkelsdóttir setur fund í fjarveru formanns. Hún kveikti á kertum og fór yfir hugsjónir félagsins. Þá bauð hún Ernu Sveinbjarnardóttur, skólastjóra Gerðaskóla, sérstaklega velkomna á fundinn.
Orð til umhugsunar. Elínborg Sigurðardóttir las örsögu eftir Hegla S. Jónsson "Jól í dalnum".
Greint var frá bréfi frá landssamtökunum varðandi landsmót sem haldið verður í apríl 2003, þar var óskað eftir
tilnefningu í ýmsa nefndir og félagskonur voru hvattar til að koma með tillögur.
Borist hefur fyrirspurn frá Eta-deild en þeim langar að koma í heimsókn á 5. fund sem verður í Holtaskóla.
Þá kom fram beiðni um að fundurinn sem átti að vera 8. apríl verði frestað til 9. apríl
Dagskrá Heiðarskóla.
Fundargestir sungu saman lög við undirspil Laufeyjar Gísladóttur. Auður Vilhelmsdóttir útdeildi miðum til fundarkvenna þar sem á voru rituð spakmæli og las hver kona upp sinn miða og ræddu innihald og merkingu spekinnar. Að loknu stuttu hléi, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og kökur, las Laufey Gísladóttir upp söguna: "Óskir trjánna" eftir Angelu E. Hunt. Talsvert var spjallað um jólin og hlutverk þeirra. Þá var í lokin sungið saman.
Hulda Björk þakkað síðan Heiðarskólakonum þeirra framlag og sleit fundi kl. 9:30
Síðast uppfært 01. jan 1970