18. janúar 2007

Fundur hjá Þeta-deild 18. janúar 2007.

Fundur haldinn á heimili Láru Guðmundsdóttur í Innri Njarðvík, en efni þessa janúarfundar var að venju að deila reynslu, hver með annarri, af þeim bókum sem við höfum lesið nýlega.

Þórunn Friðriks setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Bjarnfríður las fundargerð og nafnakall, 12 konur voru að þessu sinni mættar á fundinn.

Orð til umhugsunar flutti Hulda Björk Þorkelsdóttir. Hún lýsti fyrir okkur hvernig hugtakið bókasafnsfræði heillaði hana strax í menntaskóla og ákvað þá þegar að leggja þetta fyrir sig. Námið reyndist hins vegar mjög leiðinlegt, en starfið sjálft fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vakti einnig athygli okkar á grein í Skírni um áhrif fréttaflutnings á veruleikaskyn barna. Ræddum við út frá því hvaða mynd af samfélaginu birtist í nýjum barnabókum, þar sem sjaldnast eru venjulegar fjölskyldur.

Síðan kynntu konur, hver af annarri, skemmtilegar og fróðlegar bækur sem þær höfðu lesið, sem kveiktu á umræðum í allar áttir.
Kl. 22:00 lukum við síðan fundi.

Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari


Síðast uppfært 19. apr 2009