14. október 2002
Fyrsti félagsfundur Þeta-deildar, starfsárið 2002-2003 - haldinn 14. október 2002.
Starfskynningarfundur sem hófst í safnahúsi Byggðasafns Suðurnesja í Innri-Njarðvík, skoðuðu konur húsið - þá var
haldið í Stekkjarkot þar sem fundurinn var formlega settur.
- 1. Orð til umhugsunar: Hulda Björk fjallaði um jafnréttisbaráttuna.
- Starfið framundan: Þórdís
Farið yfir vetrardagskrána, félagatalið og villur leiðréttar, þá kom fram að Sveindís Valdimarsdóttir verður í ársleyfi.
Kynnt var fyrirhugað Evrópuþing sem haldið verður hér á ladni 7. til 9. ágúst 2003. Félagar voru hvattir til að skrá sig í undirbúninghópa og var listi látinn ganga.
Minnt var á félagsgjöldin en mikilvægt er að feálgar greiði þau sem fyrst svo hægt veri að gera upp við móðursamtökin. - Starfskynning: Sigrún Ása
- Kaffi og kleinur
- Starfsemi minjasafna kynnt og staða minjasafna í Reykjanesbæ reifuð.
- Fundi slitið.
Síðast uppfært 01. jan 1970