30. nóv 2015
Jólafundur
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Tónlist
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi
- Ritari var með nafnakall og voru 15 konur mættar
- Sigurbjörg Róbertsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði samskipti að umræðuefni sínu. Hún vitnaði í Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðing varðandi mikilvægi góðra samskipta á vinnustað afar áhugaverð orð.
- Tónlistaratriði blokkflaututríó í fram komu Helga Aðalheiður Jónsdóttir kennari, Guðlaugur Ari Grétarsson og Sandra Óskarsdóttir. Notaleg tónlist í fallegu umhverfi.
- Að lokum nutum við góðra veitinga á Kef resturant og góðs félagsskapar Þeta kvenna
Formaður sleit fundi kl.19:45
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 26. apr 2016