13. apríl 2005
Fundur hjá Þeta-deild 13. apríl 2005
Fundurinn haldinn á Fjörukránni í Hafnarfirði
Að þessu sinni var fundur okkar með óhefðbundnu sniði.
Hópur 5 sá um að skipuleggja fundinn og ákveðið var að fara í heimsókn að Gljúfrasteini þar sem hús Halldórs og
Auðar Laxness var skoðað.
Konur fengu leiðsögn um húsið sem fólst í því að hver og ein fékk lítinn DVD-spilarar þar sem hægt var að hlusta
á raddir þeirra Halldórs og Auðar ásamt fleirum segja frá ýmsu markverðu varðandi sögu hússins og lífið á
Gljúfrasteini. Veðrið lék við okkur þennan fallega apríldag þannig að útsýnið og fergurð Mosfellsdals fékk vikrilega
að njóta sín.
Að lokinni heimsókn okkar að Gljúfrasteini var haldið á Fjörukrána í Hafnarfirði þar sem haldinn var stuttur fundur.
Sóley setti fundinn og voru 19 konur mættar.
Aðalefni fundarins var fyrirhugaður Landsfundur DKG sem halda á 23. apríl. Konur voru hvattar til að mæta á fundinn og höfðu 4 konur þegar
skráð sig. Í bréfi til deildarinnar sem lesið var upp á fundinum vorum við beðnar um að koma um að koma með skemmtiatriði á
Landsfundinn og átti það að vera nafnið Litið um öxl. Nokkrar konur sem sá sér ekki fært að mæta á fudninn tóku að
sér að semja atriði sem hinar ætla síðan að flytja á Landsfundinum í Reykjavík þann 23. apríl.
Fundi sltiið.
Að loknum fundi snæddu konur saman ljúffenga máltíð og áttu saman skemmtilega kvöldstund.
Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir
Síðast uppfært 18. apr 2009