12. febrúar 2019
Fundargerð Þeta deildar 12. febrúar 2019. Haldinn í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Fundur hófst klukkan 18.
20 konur mættar.
Kristín Helgadóttir gjaldkeri setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.
Sveindís Valdimarsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um kulnun. Kulnin var orð ársins 2018. Hún hefur sjálf reynslu af kulnun og sagði hún frá sinni reynslu. Ekki mikil umræða er um kulunum en það ætti að vera mikil umræða. Kulnun er mun algengari en fólk heldur og mjög algeng á meðal kennara. Á Íslandi er kulnun ekki skilgreind sem sjúkdómur, þó einkennin séu oft mjög alvarleg.
Þá var komið að liðnum deildarkonur kynna sig og var það Hólmfríður Árnadóttir sem sagði skemmtilega frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu, starfi og áhugamálum.
Þá var komið að því að fyrirlestri frá Louise Lowengs um skapandi starf með börnum í anda Reggio Emilia. Louise er leikskólastjóri í Bretlandi. Skólinn hennar hefur tekið þátt í tveggja ára þróunarverkefni þar sem verið var að þróa tölvuvinnu á skapandi hátt. Sagði hún okkur frá skólanum sínum og þeirri vinnu sem þær eru að vinna þar. Einnig sýnid hún okkur myndir og myndbönd af starfinu í skólanum. Louise Lowings og tveir aðrir kennarar þær Helen Lawrence og Tanja Brandt frá Danmörku hafa verið gestakennarar í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ í eina viku. Louise hefur farið víða til að halda erindi um skapandi starf með börnum. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður, fróðlegur og skemmtilegur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00
Síðast uppfært 15. mar 2019