22. febrúar 2016

Dagskrá fundar:

 

  1. Kveikt á kertum
  2. Ord til umhugsunar
  3. Nafnakall / fundargerd
  4. Eygló Björnsdóttir forseti DKG á Íslandi
  5. Kynning á doktorsverkefni um nemendur af erlendu bergi í framhaldsskólum
  6. Önnur mál  

 

1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

2. Oddný Harðardóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni sínu sjálfbærni markmið Sameinuðu þjóðanna.  Mjög svo áhugavert og ástæða til að kynna sér betur.  Oddný byrjaði sín orð á að gefa okkur góð ráð í ræðumennsku. Passlegt er að vera með eina a4 síðu með 14 punkta letri og 1 og ½ línubil ef tala á í tvær mínútur.    http://www.un.org/sustainabledevelopment/sustainable-development-goals/  hér má lesa meira um markmiðin.  Oddný sagði okkur frá markmiði 4 „Menntun fyrir alla“ .

3. Ritari var med nafnakall og voru 18 konur mættar

4. Eygló Björnsdóttir landssambandsforseti mætti á fundinn og sagði okkur frá starfi sambandsins.

5. Anh-Dao Gammasystir mætti á fundinn og sagði okkur frá doktorsverkefni sínu  „Untapped Resources or Deficient ‘Foreigners’ - Students of Vietnamese Background in Icelandic Upper Secondary Schools“. Hún fjallar um gengi nemenda af vietnamísku bergi brotnu í framhaldsskólum á Íslandi.  Mjög áhugavert innlegg frá Anh Dao og efni sem nauðsynlegt er fyrir kennara að skoða og kynna sér betur.  Hún endaði á að segja frá áhugverðri ráðstefnu sem haldin verður 14. apríl 2016 í Gerðubergi ráðstefna um farsælt skóla- og frístundastarf með fjölbreyttum barna- og nemendahópum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Megináhersla verður á málörvun, læsi og fjöltyngi. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar um árangursríkt skólastarf með nemendum af erlendum uppruna í leik-, grunn, og framhaldsskólum á Norðurlöndunum.

6.  Endað á að snæða góðan mat að hætti Angelu á Ráðhúskaffi.


Formaður sleit fundi kl.20:00

Ritari: Kristín Helgadóttir


Síðast uppfært 23. feb 2016