9. janúar 2008
Fundur hjá Þetadeild 9. janúar 2008
Fundur haldinn á heimili Guðríðar Helgadóttur í Innri Njarðvík. Efni fundarins var að venju að deila reynslu hver með annarri af þeim bókum sem við höfum lesið nýlega.
Formaður deildarinnar, Þórunn Friðriks, setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Bjarnfríður las nafnakall. 14 deildarkonur voru að þessu sinni mættar ásamt gestum kvöldsins, sem voru Bryndís Guðmundsdóttir,
Guðjónína og Gyða Arnmundsdóttir. Hún las einnig bréf frá Steinunni Njálsdóttur.
Orð til umhugsunar flutti Sveindís Valdimarsdóttir. Hún ræddi út frá reynslu sinni af kynnum við ólíka hópa fólks, hvernig
hún hefur lesið í hópana mismunandi viðhorfa þeirra til lífsins. Hún líkti þessu bili við bilsins á milli sín og
ömmu sinnar, aldraðrar, sem ólst upp við gömlu gildin sem svo skýrt komu fram í persónu hennar. Tvö ljóð eftir hana las Sveindís
að lokum.
Síðan kynntu konur hver af annarri skemmtilegar og fróðlegar bækur. Taldist mér til að um 18 bækur hefðu verið kynntar og ræddar.
Kl. 22:00 var fundi slitið.
Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari
Síðast uppfært 25. apr 2009