3. desember 2011
2. fundur vetrarins: Alfa-, Eta- og Þetadeildin héldu sameiginlegan jólafund í
Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík laugardaginn 3. desember, 2011 kl. 12:00.
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Önnur mál
4. Fyrirlestur
1. mál: Formennirnir þrír skiptu með
sér verkum og kom það í hlut formanns Alfadeildar, Mörtu Guðjónsdóttur, að setja fundinn, formaður Etadeildar Auður Torfadóttir
kveikti á kertum og það kom í hlut Guðbjargar Sveinsdóttur, formann Þetadeildar, að slíta fundi.
Á milli dagskrárliða var snæddur hádegisverður í anda jólanna, hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Einnig voru sungin
jólalög undir stjórn Herdísar Egilsdóttur sem sá einnig um undirleik.
2. mál: Vigdís Finnbogadóttir,
sérstakur gestur fundarins og heiðursfélagi DKG var með orð til umhugsunar og talaði um lykilhlutverk tungumálsins og mátt íslenskra orða.
Einnig talaði hún um læsi sem bestu gjöf sem völ er á, sem sé lykillinn að geta fræðst. Vigdís kom með góða
ráðleggingu þegar spurt er um aldur, er mikið vænlegra að segja fæðingarár sitt í stað aldurs.
3. Herdís Egilsdóttir kynnt nýútkomna bók sína Sólarmegin sem fjallar um
lífshlaup hennar. Í stað þess að lesa upp úr bókinni sagði hún í grófum dráttum, skemmtilega frá henni.
4. Undir önnur mál lýsti forseti landssambandsins, Sigríður Ragna Sigurðardóttir,
ánægju sinn með þennan sameiginlegan fund deildanna sem væri í anda nýrrar stjórnar sem hefði einkunnarorðin ,,frá orði til
athafna” og setti sér það markmiðið að efla innra starf deildanna. Sigríður minnti á vorþingið sem verður laugardaginn 28.
apríl í Þjóðmenningarhúsinu og hvatti systur til fjölmenna á það. Einnig hvatti hún systur til að kynna sér
alheimsþing Delta Kappa Gamma, sem verður haldið í New York næsta sumar, 24. –28. júlí, 2012. Í lokin færði hún formmönnum
deildanna rós frá Landsambandinu.
Guðbjörg Sveinsdóttir færði Vigdísi, Herdís og Sigríði Rögnu rós frá deildunum.
Guðbjörg sleit fund kl. 14:00 og óskaði systrum gleðilegra jóla.
Inga María Ingvarsdóttir, ritari
Síðast uppfært 26. jan 2012