28. janúar 2000
Félagsfundur í Ragnarsseli 28. janúar 2000 kl. .20.
Formaður setti fundinn og flutti fundarmönnum kveðju frá Sigríði Jónsdóttur, formanni landssamtakanna. Einnig sagði hún frá nokkrum
praktískum atriðu.
Gestgjafi kvöldsins, Þórdís Þormóðsdóttir, kveikti á kertum hjálpsemi, trúmennsku og vináttu. Því næst
kannaði ritari félagsins mætingu með nafnakalli, 16 félagskonur mættar.
Formaður flutti síðan markmið félagsins og Þórunn Friðriksdóttir flutti orð til umhugsunar. Hún ræddi um brottfall úr
skóla, bæði grunn- og framhaldsskóla og hvernig bregðast mætti við því.
Félagskonur sungu þar næst Þorraþrælinn. Sveindís Valdimarsdóttir var forsöngvari.
Bjarnfríður Jónsdóttir sem er í stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum, kynnti sögu félagsins, tilgang og markmið.
Þórdís kynnti starf sitt og nám og störf félagsráðgjafa.
Fundarmenn skoðuðu að því loknu húsakynni og aðstöðu Þroskahjálpar, bæði í Ragnarsseli og skrifstofu- og
þjálfunaraðstöðuna.
Fundinum lauk svo með óformlegum umræðum yfir kaffibolla og veitingum.
Minnt var á næsta félagsfund sem verður haldinn í Heiðarskóla fimmtudaginn 23. mars kl. 20.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð
Síðast uppfært 25. sep 2009