27.maí 2020

Fundargerð Þeta deildar 27. maí 2020. Fundurinn var haldinn á hótel Park inn, Reykjanesbæ.

Fundur hófst klukkan 18.

21 kona mætt.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Anna Soffía var með orð til umhugsunar. Út frá covid-19 velti hún fyrir sér spurningunni „Getum við hægt á neyslu okkar án þess að fórna hamingju?“.

Þá var komið að liðnum félagskona kynnir sig. Ingibjörg Jónsdóttir sagði skemmtilega frá uppruna sínum, fjölskyldu, skólagöngu sinni og menntun.

Þá flutti Monika Dorota Krus mjög áhugavert erindi. Monika er verkefnastjóri á fyrirtækjasviði hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og einnig kennir hún ensku og pólsku fyrir útlendinga hjá Vinnumálastofnun.

Monika er sérfræðingur í mannauðsstjórnun (með BA gráðu frá University of Computer Sciences and Skills), markþjálfun og viðskiptamarkþjálfun (Business Coach and Trainer - Coaching Clinic) og vottuð sem ráðgjafi DISC D3 (greiningartæki til að kanna hæfni og hæfileika). Aðalsvið hennar er stjórnun, samvinna og samskipti í fjölmenningarlegum starfsmannahópi, innleiðing jákvæðrar fyrirtækjamenningar og/eða úrlausn krísuástands.  Monika sagði frá sjálfri sér, hvernig henni hefur liðið á Íslandi og fjallaði um menningarmuninn á Íslandi og Póllandi.

 

 

Aðalfundur Þetadeildar haldinn.

Inga María Ingvarsdóttir tók að sér að vera fundarstjóri.

 Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar, fjölbreytt fundardagskrá hefur verið þetta tímabil og hefur mæting verið ágæt á fundina. Skýrsla stjórnar samþykkt.

Gjaldkeri fór yfir ársreikningana og voru þeir samþykktir.

Gjaldkeri kom með tillögu um að hækka félagsgjöldin um 2.000 kr. úr 15.000 kr. í 17.000 kr.

Af félagsgjaldinu fara 10.000 kr. til alþjóðasamtakanna og 5.000 kr. í okkar sjóð. Við höfum um það bil 150.000 kr. á ári til að nýta fyrir deildina og erum alltaf að passa hverja krónu. Ef við hækkum aðeins þá er meiri möguleiki á að fá áhugaverð erindi til okkar. Einnig sækir formaður deildarinnar fundi reglulega í Reykjavík og landssambandsþing, ef við höfum aðeins meira í sjóði þá væri möguleiki að styrkja formanninn til þessara verka. Tillaga um hækkun félgasgjalda úr 15.000 kr. í 17.000 kr. samþykkt.

 

Kosning nýrrar stjórnar.

Uppstillingarnefnd gerði grein fyrir sínum störfum. Inga María Ingvarsdóttir var formaður nefndarinnar og Elín Rut Ólafsdóttir og Árdís Jónsdóttir meðstjórnendur.

Báru þær upp tillögu að nýrri stjórn: Ingibjörg Hilmarsdóttir og Ása Einarsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og Kristín Helgadóttir gefur kost á sér að vera áfram gjaldkeri og var það samþykkt. Þá mælti nefndin með að Fanney Dóróthea Halldórsdóttir og Lóa Gestsdóttir kæmu nýjar inn, var tillagan samþykkt. Þá bar nefndin upp að Ingibjörg Hilmarsdóttir yrði formaður og var það samþykkt.

 

Ný stjórn fyrir tímabilið 2020-2022 er þá þannig skipuð:

Ingibjörg Hilmarsdóttir formaður

Ása Einarsdóttir

Fanney Dóróthea Halldórsdóttir

Lóa Gestsdóttir

Kristín Helgadóttir gjaldkeri

 

Þá var fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf og færð rós.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.20.

 

 

 


Síðast uppfært 27. maí 2020