1. nóvember 2012
Fundargerd 1.nóv. 2012
Dagskrá fundar:
- Móttaka í andddyri Duushúsa.
- Iceglass glerblástursverkstæði skoðað.
- Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar tekur á móti hópnum í Duushúsi; menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar. Tvær sýningar verða skoðaðar.
- Á vertíð, þyrping verður að þorpi. Sýningin var opnuð 2.júní 2012.
- Fjarskinn. Ný málverk eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Sýningin var opnuð 26.okt. 2012.
- Léttar veitingar í Duus.
- Kveikt á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Árný Inga í Alfadeild kveikir á kertunum.
- Orð til umhugsunar. Fanný Gunnarsdóttir í Alfadeild mun flytja orðin.
- Tekið var á móti Alfasystrum, formadur deildarinnar setti fundinn og baud gesti velkomna
- Liður tvö féll niður vegna bilunar í tækjum hjá Iceglass
- Valgerður Guðmundsdóttir bauð gesti velkomna og sagði frá Listasafni Reykjanesbæjar hún gekk með okkur um sýninguna Fjarskinn. Síðan var sýningin Á vertíð skoðuð undir leiðsögn Sigrúnar Ástu safnstjóra í Byggðasafni Reykjanesbæjar.
- Farið var á veitingahúsið Duus og borðað
- Árný Inga í Alfadeild kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Árný var ein af stofnendum Þeta deildar.
- Fanný Gunnarsdóttir í Alfadeild flutti orð til umhugsunar.
- Spjallað saman og notið góðra veitinga.
Fundi slitið kl.20:30
Kristín Helgadóttir, ritari
Síðast uppfært 01. jan 1970