24. október 2017

Fundargerð Þeta deildar DKG 24. október 2017.

Fundur hófst kl. 18.

15 konur mættar.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertunum, vináttu, trúmennska og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall. Tilkynnti að Erla Guðmundsdóttir er hætt og Sigríður Daníelsdóttir komin í ársleyfi.

Ritari las fundargerð síðasta fundar.

Guðbjörg Sveinsdóttir sagði frá  Landsþingi DKG vor 2017 og Evrópuþingi í Tallinn sumar 2017. Landssambandsþingið var haldið á Akureyri og eru Landssambandsþing tveggja daga þing. Þemað var: forysta og faglegt samfélag. Þrjár úr Þeta deild mættu. Þingin eru gott tækifæri til að kynnast öðrum DKG konum. Þingið er skemmtileg blanda af áhugaverðum erindum og skemmtidagskrá. Oftast er þar einhver gestafyrirlesari og var fulltrúi úr alþjóðasamtökunum með fyrirlestur þetta árið. Svona þing er mjög fræðandi og eflir mjög tengslanetið. Næsta þing er vorþing og verður það haldið á Egilsstöðum vorið 2018.

Evrópuþingið var haldið í Tallin, þau eru yfirleitt frá miðvikudegi til laugardags. Góð mæting var frá Íslandi á þingið. Næsta Evrópuþing verður á Íslandi 2019. Á þinginu eru alltaf aðalfyrirlesarar og svo smærri fyrirlestrar.

Bryndís Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar. Ræddi hún um stjórnun og að líða vel í starfi. Ef vellíðan á vinnustað er sett ofar árangri verður árangurinn meiri. Sönn umhyggja stórnenda fyrir starfsfólki er mikilvæg og hrós er mjög mikilvægt. Og svo minnti hún á mikilvægi þess að muna að njóta.

Þá var komið að liðnum deildarkonur kynna sig og var það Sigurbjörg Róbertsdóttir sem sagði skemmtilega frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu og starfi.

Inntaka nýrra félagskvenna. Rætt var um að nú verða tilnefningar að koma á eyðublöðum sem eru til þess gerð og verða eyðublöðin á öllum fundum og geta félagskonur tekið eintök. Tekið verður við tilnefningum í allan vetur þó ekki verði unnið úr þeim fyrr en í vor.

Veitingar – samlokur frá Hjá Höllu.

Kynning á Erasmus+ verkefni í leikskólanum Holti – Through democracy to literacy.

Anna Soffía sagði frá verkefninu, Frá lýðræði til læsis, sem hefur verið hjá þeim. Þær voru í eTwinning samstarfi við Spán, Pólland og Slóveníu. Unnið var með bókina Græni kötturinn eftir Önnu Soffíu. Verkefnið var mjög viðamikið og skemmtilegt. Sýndi hún einnig myndband um eTwinning samstarfið sem var mjög flott.

Nánar má sjá um verkefnið hér: https://ourerasmuscats.wordpress.com/project-details/

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.55


Síðast uppfært 25. okt 2017