25. febrúar 2013

Fundargerð 25.feb 2013
 
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Ord til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Erindi um hælisleitendur
5. Önnur mál:     
 
  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, hjálpsemi og trúmennsku
  2. Bjarnfríður Jónsdóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði um lestrarkennslu og greinar sem Hermundur Sigmudsson hefur skrifað.  Hermundur vill meina að við eigum að einbeita okkur að grunnfögunum þessi fyrstu ár það er að lesa, skrifa og reikna en geyma aðrar greinar. Hún spjallaði líka aðeins um þemahefti um Læsi og las upp stutta tilvitnun sem tekin var af síðunni http://baggalutur.is þar sem umfjöllun er um læsi 15 ára drengja á íslandi.  Mjög áhugaverð orð hjá Bjarnfríði og eitthvað sem brennur mjög á kennurum þessa lands.
  3. Ritari var med nafnakall og voru 18 konur mættar
  4. Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri fjölskyldu og félagsþjónustu Reykjanesbæjar spjallaði við fundarmenn um hælisleitendur.  Málefnið tengist viðfangsefni vetrarins það er að fræða konur um það sem er efst á baugi í samfélaginu.  Reykjanesbær gerði samning við ríkið um móttöku hælisleitenda og eru hér 149 hælisleitendur sem dreifast um bæjarfélagið og einhver eru með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.  Nú er svo komið að samfélagið okkar hér getur ekki tekið á móti fleirum í bili þar sem mikil fjölgun hefur verið á hælisleitendum síðustu tvö árin.  Áhersla er á að þetta fólk sjái um sig sjálft en hafi aðgang að afþreyingu og íslenskukennslu.  Mjög fróðlegt og gott erindi hjá Hjördísi.
  5. Önnur mál
    -Formaður minnti á að enn er hægt að tilnefna konur í félagsskapinn, tekið verður á móti tilnefningum      næstu tvær vikurnar.
         
 
Formaður sleit fundi kl.22:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017