25. apríl 2006
Fundur hjá Þeta-deild 25. apríl 2006.
Fundur haldinn á A. Hansen í Hafnarfirði.
Að þessu sinni var fundur okkar með óhefðbundnu sniði. Safnast var saman í bíla við FS og síðan haldið að Bessastöðum þar sem forsetasetrið var skoðað. Á Bessastöðum var tekið vel á móti okkur og okkur sýnd húsakynnin og sögð saga hússins í grófum dráttum.
Að lokinni heimsókn okkar að Bessastöðum var haldið á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði þar sem haldinn var stuttur fundur og snæddur ljúffengur kvöldverður.
Sóley setti fundinn og voru 20 konur mættar.
Þetta var aðalfundur og jafnframt síðast fundur þessarar stjórnar en ný stjórn undir forystu Þórunnar Friðriksdóttur mun taka við í haust. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og nýjar reglur varðandi inntöku nýrra félaga ræddu konur hugmyndir varðandi vorþing sem verður haldið í Hafnarfirði 6. maí. Steinunn Njálsdóttir tók að sér að setja efni funda þess vetrar í bundið mál sem Sóley formaður mun flytja á vorþinginu.
Að loknum fundi snæddu konur ljúffenga máltíð og áttu saman skemmtilega kvöldstund.
Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir
Síðast uppfært 20. apr 2009