26. janúar 2015

Fundargerð Þetafundar 26. jan 2015 

 
Dagskrá fundar: 
1. Kveikt á kertum 
2. Orð til umhugsunar 
3. Nafnakall / fundargerð 
4. Bókaspjall 
5. Önnur mál: 
 
  1. Sigrún Ásta bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. 
  2. Ása Einarsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og hvernig konur hafa komið að mörgum hlutum í samfélaginu eins og byggingu sjúkrahúsa. 
  3. Ritari hafði nafnakall og voru 19 félagar mættir. 
  4. Bókaspjall. Sagt var frá eftirtöldum bókum:
    Afdalabarn / Guðrún frá Lundi
    Afríka – önnur sýn / Stefán Jón Hafstein
    Bækur Einars Kárasonar um Sturlungaöldina
    Bækur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu
    Dalalíf / Guðrún frá Lundi
    Drápa / Gerður Kristný
    Englaryk / Guðrún Eva Mínervudóttir
    Englasmiðurinn / Camilla Läckberg
    Ég fremur en þú / Jojo Moyes
    Gosbrunnurinn / Guðmundur Brynjólfsson
    Gæðakonur / Steinunn Sigurðardóttir
    Kamp Knox / Arnaldur Indriðason
    Litla hugsanabókin / Guðbergur Bergsson
    Litlu dauðarnir / Stefán Máni
    Lífið að leysa / Alice Munroe
    Lygi / Yrsa Sigurðardóttir
    Náðarstund / Hanna Kent
    Náttblinda / Ragnar Jónasson
    Orðbragð / Bragi Valdimar Skúlason, Brynja Þorgeirsdóttir
    Saga ferðaþjónustu á Íslandi / Sigurveig Jónsdóttir
    Sagan þeirra, sagan mín / Helga Guðrún Johnsen
    Tvífari gerir sig heimakominn / Anton Helgi Jónsson
    Veraldarsagan mín / Pétur Gunnarsson
    Vonarlandið / Kristín Steinsdóttir
    Þegar dúfurnar hurfu / Sofi Oksanen
    Öræfi / Ófeigur Sigurðsson 
  5. Önnur mál. Formaður minnti á landssambandsþingið sem haldið verður í Reykjavík 9-10. maí. Einnig nefndi formaður Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Svíþjóð 5.-8.ágúst nokkrar konur úr Þeta deild stefna að því að taka þátt í ráðstefnunni.

    Formaður sleit fundi kl.20:00

    Kristín Helgadóttir ritaði fundargerð.

Síðast uppfært 14. maí 2017