17. september 2018
Fundargerð Þeta deildar 17. september 2018. Haldinn að Krossmóa, Reykjanesbæ
Fundur hófst klukkan 18.
19 konur mættar.
Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar. Ritari lét vita af því að okkur hefði fækkað um eina, en Sigrún Ásta er hætt.
Ný stjórn kynnti sig.
Valgerður Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um lykilatriði í menntun. Er það að læra að lesa, reikna og skrifa það mikilvægasta eða er kannski samtalið orðið það mikilvægasta. Aðgengi að upplýsingum er orðið svo auðvelt og hægt að finna allt sem mann langar til að vita og jafnvel það sem maður les í dag er orðið úrelt á morgun. Skortur er á umræðum í dag og er tímaleysi að drepa samræðurnar en þær eru upphaf og endir náms. Samskiptahæfnin deyr. Ef við lengjum skóladaginn og skólaárið gefst tækifæri fyrir spjallið. Mikilvægt er að skapa löngun hjá nemendum og þrá eftir að vilja vita meira.
Þá var inntaka. Anna Soffía var tekin inn í félagið.
Gjaldkeri kynnti að komið væri að því að borga félagsgjöldin og samþykkti fundurinn að halda þeim óbreyttum eða 15.000 kr. 10.000 kr. fara í alþjóðasamtökin og 5.000 kr til okkar. Stjórnin hefur hugsað sér að nýta það í afmælisfundinn, fyrirlesara og vorferðina.
Formaður fór yfir dagskrá vetrarins og konur skiptu með sér fundum og verkum
Rætt um fjölgun í deildinni. Ingibjörg og Kristín fóru yfir ferlið,hvernig stjórnin hefur hugsað sér að hafa það í vetur. Óskað er eftir tilnefningum fyrir októberfundinn og þar verða þær lagðar fyrir. Stjórnin mun halda kynningarfund með þeim sem samþykktar eru í desember, þeim verður svo boðið á janúarfundinn og teknar inn í mars.
Önnur mál:
Formaður lét vita að það vantaði fulltrúa frá okkur í laganefnd, en Sigrún Ásta var þar, Bryndís Björg Guðmundsdóttir tók það að sér.
Formaður sagði frá Facebook síðu landssambandsins og hvatti allar til að melda sig inn á hana.
Guðbjörg sagði lítillega frá ferð sinni á alþjóðaráðstefnuna í Austin Texas s.l. sumar. Þar mættu um 2000 konur og mjög mikil og metnaðarfull dagskrá var þar.
Formaður sagði frá Evrópuráðstefnunni sem haldinn verður í Reykjavík í sumar þar sem er mjög mikilvægt að við mætumsem flestar enda einstakt tækifæri að fara það sem þetta er hjá okkur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.50.
Síðast uppfært 18. sep 2018