8. mars 2004
Fjórði fundur starfsársins haldinn í Duushúsum þann 8. mars 2004.
Fundur var settur kl. 20:00 og var hann í umsjón þriðja starfshóps.
Þema fundarins var "Lestur og lestrarmenning."
16 félagskonur voru mættar.
Varaformaður deildarinnar, Hulda Björk, setti fund, kveikti á kertunum og bauð konur velkomnar. Fól Valgerði síðan stjórn fundarins.
- Valgerðu kynnti Duus-húsin og starfsemina þar í stuttu máli og bauð síðan gesti kvöldsins, Guðna Kolbeinsson, velkominn.
- Guðni er sérlegur sendiboði Lestrarmenningarverkefnis Reykjanesbæjar. Guðni flutti fyrirlestur sem hann nefndi "Lestur er lífið sjálft": og er eins og nafnið bendir til um gildi lestur og þess að lesa fyrir börn strax frá unga aldri. Nokkrar umræður voru eftir lesturinn.
- Að loknum kaffiveitingum í boði Listasafns Reykjanesbæjar flutti Valgerður orð til umhugsunar og tileinkað þau deginum sem var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Hún vitnaði til blaðagreinar um rannsókn á körlum og konum í fjölmiðlum, en þar er hlutfallið 76% vs 24%, Greinilega komið bakslag í jafnréttisbaráttu kvenna.
- Valgerðu fékk svo i lok fundarins afhentar rósir og hamingjuóskir með þann merka áfanga að Listasafnið fékk fullan rekstrarstyrk fyrir árið 2004 ásamt 200.000 kr. styrk til verkefna. En þetta er mikil viðurkenning fyrir Listasafnið.
- Minnt var á næsta fund sem veður haldinn 27. apríl í umsjón hóps 4 og þar er Inga María í forsvari.
Fleira ekki gert og fundi slitið um k.l. 22.
Síðast uppfært 19. apr 2009