21. nóvember 2006

Fundur í Þeta-deild 21. nóvember 2006

Fundur haldinn í Sólsetrinu á Hótel Keflavík, þar sem við borðuðum saman jólamat.

Þórunn Friðriks setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Bjarnfríður las fundargerð og nafnakall. 14 konur voru mættar á fundinn

Orð til umhugsunar flutti Laufey Gísladóttir. Hún lýsti fyrir okkur því sem hún kallaði mæðrablessun eða Baby Shower að amerískum sið, þar sem beðið er fyrir ófæddu barni og gestir koma með pínulítið á kaffiborðið og pakka. Þessi umræða var hluti af umræðu um innflytjendur og nýja siði sem þeim fylgja. Einnig ræddi hún aðeins um jólin og aðventuna og minnti okkur á að biðja fyrir sjálfum okkur.

Inn á milli forrétta, aðalrétta og eftirrétta flutti aðalgestur fundarins, Ægir Sigurðsson, fróðlegan fyrirlestur um jarðfræði Suðurnesja og svaraði greiðlega spurningum.

Kl.22:00 lukum við síðan fundi.

Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari


Síðast uppfært 01. jan 1970