26. janúar 2012
3. fundur vetrarins 2011-2012 haldinn heima hjá formanni 26. janúar 2012.
Dagskrá fundar:
Kveikt á kertum
Nafnakall/fundargerð
Bókakynning
Önnur mál
- Fundurinn hófst með því að Bryndís Guðmundsdóttir kveikti á kertunum þremur. Síðan var nafnakall og voru 13
félagskonur mættar. Fundargerð síðasta fundar lesin og borin upp til samþykktar.
- Bókakynning: Aðalefni fundarins var bókakynning þar sem hver og ein félagskona sagði frá bókum sem þær höfðu nýverið lesið og sköpuðust oft skemmtilegar og líflega umræður um bækurnar.
- Önnur mál: Það kom tillaga, sem fékk samþykki félaga, um að bæta við tengli á vefsíðu Þetadeildar sem kallast
(H)RÓS, líkt og félagar í Etadeildinni er með. Inn á þennan tengil væri settar hamingjuóskir, til kvenna í deildinni, með
áfanga, eftirtektarvert frumkvæði eða árangur sem jafnvel hefur verið getið á opinberum vettvangi. (H)RÓS er vísun í tákn DKG,
rauða rós.
- Guðbjörg sagði fréttir frá stjórnarfundi landsambandsins. Það þarf að skipa þremur Þetasystrum í uppstillingarnefnd til að setja saman nýja stjórn sem tekur við af núverandi stjórn. Guðbjörg lýsti ánægju sinni og þakkað félagskonum Þetadeildar sem eru í hinum ýmsum störf á vegum DKG, eins og í ritstjórn fréttabréfsins DKG, menntanefndinni.
Fundi var slitið kl. 11:00.
Inga María Ingvarsdóttir
ritaði fundargerð
Bókalisti:
Titill / höfundur:
The Alchemyst / Michael Scott
Angantýr / Elín Thorarensen
Fuglastúlkan og maðurinn sem elti sólina (hljóðbók) / Velma Wallis
Gamlinginn / Jonas Jonasson
Heilsuréttir Hagkaups / Sólveig Eiríksdóttir
Hjarta mannsins / Jón Kalman Stefánsson
Horfðu á mig / Yrsa Sigurðardóttir
Hún kom sem gestur / Edna Lee
Konan við 1000° / Hallgrímur Helgason
Málverkið / Ólafur Jóhann Ólafsson
Ríkisfang ekkert / Sigríður Víðis Jónsdóttir
Tími hnyttninnar er liðinn / Bergur Ebbi Benediktsson
Tvær konur (hljóðbók) / Velma Wallis
The Unlikely Spy / Daniel Silva
Úr þagnarhyl / Þorleifur Hauksson
Waste and Want / Susan Strasser
Öreygarnir í Lótz / Steve Sem Sandberg
Síðast uppfært 09. feb 2012