19. október 2015
Fundargerð 19.okt 2015
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru Vogaskóla sagði frá sögu og starfi skólans
5. Önnur mál:
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar
- Ásgerður Þorgeirsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni sínu tíma og tímaleysi. Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann hún veltir fyrir sér hvað veldur eru verkefnin of mörg, þarf meira skipulag, hægir á manni þegar aldurinn færist yfir. En hún hallast að því að verkefnin séu of mörg. Við þurfum að forgangsraða, mikilvægt að vera í núvitund að njóta líðandi stundar. Það sem skiptir máli í lífinuer að njóta samverustunda.
- Ritari var með nafnakall og voru 16 konur mættar
- Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru Vogaskóla sagði frá sögu og starfi skólans. 143 ár eru síðan skólahald hófst í Vogum. Áhugaverð saga og skemmtilegt að skoða skólann. Við þökkum Svövu góðar móttökur.
- Önnur mál
Formaður minnti á 40 ára afmæli DKG þann 7.nóv í Þjóðarbókhlöðunni, nokkrar konur úr þeta deild ætla að mæta.
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 26. apr 2016