31.janúar 2011
4. fundur starfsársins 2010–2011. -
Árlegur bókafundur var haldinn í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. janúar, 2011, kl. 20:00.
Dagskrá fundar:
Kveikt á kertum
Nafnakall/fundargerð
Orð til umhugsunar
Bókakynning
Önnur mál
Fundurinn hófst með því að formaðurinn kveikti á kertunum þremur. Síðan var nafnakall og voru 18 félagskonur mættar. Fundargerð síðasta fundar lesin og borin upp til samþykktar.
Guðríður Helgadóttir flutti orð til umhugsunar. Guðríður horfði um öxl og sagði skemmtilega frá eigin viðhorfsbreytingu til bæjarfélagsins.
Guðbjörg fór í megin dráttum yfir dagskrá þingsins sem menntanefnd DKG sér um. Þema þingsins verður Fagvitund í fyrirrúmi. Síðan gerðu undirbúningsnefndirnar grein fyrir stöðu verkefna sem þær eiga að sjá um fyrir vorþingið. Í lokin bauðst Þórbjörg Garðarsdóttir til að setja upp sameiginlegt vefsvæði þar sem nefndirnar kæmu upplýsingum um gang mála.
Aðalefni fundarins var bókakynning þar sem hver og ein félagskona sagði frá bókum sem þær höfðu nýverið lesið og sköpuðust oft skemmtilegar og líflega umræður um bækurnar.
Fundi var slitið kl. 22:00.
Inga María Ingvarsdóttir
ritaði fundargerð
Listi yfir bækur og höfunda sem fjallað var um:
Bækur / Höfundar
Morgunengill / Árni Þórarinsson
Salem Falls / Jodi Picoult
Allt fínt en þú / Jónína Leósdóttir
Heimanfylgjan / Steinunn Jóhannesdóttir
Blinda / Jósé Saramago
Lofuð / Elisabeth Gilbert
Svar við bréfi Helgu / Bergsveinn Birgisson
Glataðir snillingar / William Heinesen
Where The Shodows Lie / Michael Ridpath
Íslenskir söngdansar í 1000 ár / Sigríður Valgeirsdóttir
Gunnar Eyjólfsson : ævisaga / Árni Bergmann
Ertu Guð afi / Þorgrímur Þráinsson
Virðing og umhyggja : ákall 21. aldar / Sigrún Aðalbjarnardóttir
Ljósa / Kristín Steinsdóttir
Hreinsun / Sofi Oksanen
Stokkseyri / Ísak Harðarson
Gunnar Thoroddsen : ævisaga / Guðni Th. Jóhannesson
Síðast uppfært 14. maí 2017