14. mars 2016
Fundargerð 14.mars 2016
Dagskrá fundar:
- Kveikt á kertum
- Orð til umhugsunar
- Nafnakall / fundargerð
- Kids read the world, Kristín Helgadóttir segir frá
- Læsi í Grunnskóla Grindavíkur , Guðbjörg Sveinsdóttir segir frá
- Önnur mál
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
- Lára Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar og ræddi um kennarann. Kennarinn er sá sem vinnur með nemandann það stendur allt og fellur með honum. Í dag eru samfélagsmiðlar mikið nýttir til umræðu um menntamál en oft er það ekki raunveruleikinn sem á sér stað í kennslustofunni. Vinnumat kennara er efst á baugi í dag mikil umræða um breytta vinnutilhögun kennarans. Það er afar mikilvægt að við stöndum saman sem stétt.
- Ritari var med nafnakall og voru 17 konur mættar
- Kristín Helgadóttir sagði frá verkefni sem unnið var í leikskólanum Holti skólaárið 2014-2015 og hlýtur sérstök verðlaun Evrópusambandsins fyrir góða vinnu við að efla læsi og áhuga barna á bókum. Verkefnið kallast "Kids read the world" og er hægt að kynna sér það nánar á vefsíðu https://kidsreadtheworld.wordpress.com/
- Guðbjörg Sveinsdóttir sagði frá læsisstefnu Grunnskóla Grindavíkur og þeim skimunum sem notaðar eru. Hún sagði líka frá skemmtilegu verkefni sem unnið er að í skólanum og kallast Fágæti og furðuverk sem miðstöð skólaþróunar á Akureyri hefur verið að þróa. Skemmtilegt verkefni þar sem bækur og fylgihlutir eru settir í poka og börnin fara með heim og nýta með foreldrum sínum.
- Önnur mál
- Síðasti fundur vetrarins verður haldinn þann 18.apríl í Hannesarholti í Reykjavík
- vorþing DKG verður haldið 30.apríl í Hafnarfirði yfirskriftin er Fjölmenning og samtakamáttur konur eru hvattar til að mæta.
- Uppstillinganefnd er að störfum hjá Þeta deild. Ný stjórn mun taka við á næsta fundi. Þær sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattar til að láta Ingu Maju formann uppstillinganefndar vita.
Formaður sleit fundi kl.19:45
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 26. apr 2016