27. febrúar 2012
4. fundur starfsársins 2011-2012, haldinn í Duushúsum
mánudaginn 27. febrúar kl. 20:00.
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Nafnakall/fundargerð
3. Orð til umhugsunar
4. Fyrirlestur um listalæsi
5. Önnur mál
- Guðbjörg Sveinsdóttir formaður, setti fundinn og Brynja Aðalbergsdóttir kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
- Síðan hófst nafnakall og voru 18 félagskonur mættar. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
- Fanney Halldórsdóttir flutti orð til umhugsunar og lagði út frá læsi í víðum skilningi og talaði um lykilmanneskjur í uppeldi barna fyrr og nú.
- Valgerður Guðmundsdóttir gestgjafi kvöldsins kynnti fyrirlesara kvöldsins, Ingu Þórey Jóhannsdóttur, aðstoðarskólastjóra
Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hennar fyrirlestur fjallaði um myndlist í víðum skilningu og mismunandi túlkun hennar. Áhugaverðar
umræður spunnust í lok fyrirlestrarins.
Guðlaug María Lewis aðstoðarmaður Valgerðar bauð upp á leiðsögn um myndlistasýninguna ,,Bóndadag” eftir myndlistamanninn Aðaðheiði S. Eysteinsdóttur, sem stendur yfir í Duushúsum til 18. mars. - Undir önnur mál:
a. Guðbjörg formaður kynnti uppstillinganefndina, Valgerði, Sigrúnu og Sveindísi. Nefndin munu koma með tillögu að nýrri stjórn sem tekur við af núverandi stjórn.
b. Guðbjörg minnti systur á vorþingið sem verður 28. apríl í Þjóðmenningarhúsinu. Dagskráin verður kynnt á netsíðu landssamtakanna í byrjun mars.
Í lokin bauð stjórnin upp á kaffiveitingar.
Fundi slitið kl. 21:45.
Inga María Ingvarsdóttir, ritaði fundargerðina.
Síðast uppfært 01. jan 1970