27. febrúar 2012

4. fundur starfsársins 2011-2012, haldinn í  Duushúsum
mánudaginn  27. febrúar kl. 20:00.

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Nafnakall/fundargerð 
3. Orð til umhugsunar
4. Fyrirlestur um listalæsi 
5. Önnur mál

  1. Guðbjörg Sveinsdóttir formaður, setti fundinn og Brynja Aðalbergsdóttir kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. 
  2. Síðan hófst nafnakall og voru 18 félagskonur mættar. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
  3. Fanney Halldórsdóttir flutti orð til umhugsunar og lagði út frá læsi í víðum skilningi og talaði um lykilmanneskjur í uppeldi barna fyrr og nú.  
  4. Valgerður Guðmundsdóttir gestgjafi kvöldsins kynnti fyrirlesara kvöldsins, Ingu Þórey Jóhannsdóttur, aðstoðarskólastjóra Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hennar fyrirlestur fjallaði um  myndlist í víðum skilningu og mismunandi túlkun hennar. Áhugaverðar umræður spunnust í lok fyrirlestrarins.
    Guðlaug María Lewis aðstoðarmaður Valgerðar bauð upp á leiðsögn um myndlistasýninguna   ,,Bóndadag” eftir myndlistamanninn Aðaðheiði S. Eysteinsdóttur, sem stendur yfir í Duushúsum til 18. mars. 
  5. Undir önnur mál:
     a. Guðbjörg formaður kynnti uppstillinganefndina, Valgerði, Sigrúnu og Sveindísi. Nefndin munu  koma með tillögu að nýrri stjórn sem tekur við af núverandi stjórn.
     b. Guðbjörg minnti systur á vorþingið sem verður 28. apríl í Þjóðmenningarhúsinu. Dagskráin  verður kynnt á netsíðu landssamtakanna í byrjun mars.  

Í lokin bauð stjórnin upp á kaffiveitingar.


Fundi slitið kl. 21:45. 
Inga María Ingvarsdóttir, ritaði fundargerðina.


Síðast uppfært 01. jan 1970