11. október 1999

Félagsfundur í Þeta-deild DKG á Suðurnesjum haldinn 11. október 1999 kl. 20:00 í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Formaður deildarinnar, Lára Guðmundsdóttir, setti fundinn og bauð félagskonur velkomnar. Hún sagði síðan frá framkvæmdaráðsfundi sem hún sat nú í haust og bar kveðjur til félagskvenna sem sáu um undirbúning landssambandsþingsins s.l. vor. Allir voru á einu máli um að vel hafi til tekist. Þá kynnti Lára hugmynd stjórnar að vetrardagskrá og var hún samþykkt. Einnig var samþykkt að stjórn sjái um serimóníur samtakanna og að útvega kertastjaka, kerti, dúk og rósir en gestgjafi/ar sjái um orð til umhugsunar, aðalerindi fundanna, tónlist og veitingar.
Dagskrá vetrarins verður þannig.
2. fundur þriðjudaginn 30. nóvember 1999 kl. 20 í Holtaskóla.
3. fundur miðvikudaginn 26. janúar 2000 kl. 20 í Þroskahjálp
4. fundur fimmtudaginn 23. mars 2000 kl. 20 í Heiðarskóla
5. fundur mánudaginn 8. maí 2000 kl. 20 á Skólaskrifstofu (leikskólar)

Lára tendraði síðan kertaljósin og fól síðan gestgjafa fundinn.
Hulda Björk bauð félagskonur velkomnar á vinnustað sinn og gaf Þórdísi Þormóðsdóttur orðið, en hún flutti orð til umhugsunar um frelsi og mannréttindi.

Hulda Björk kynnti síðan gest fundarins Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talkennara, sem sagði frá reynslu sinni af Delta Kappa Gamma samtökunum í Bandaríkjunum. Samtökin styrktu Þóru til náms öll árin sem hún var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Eftir að hafa kynnt Ísland á fundi hjá einni deildinni þar ytra bárust Þóru bréf frá félagskonum samtakanna, oft fylgdu gjafir með, bæði peningagjafir og munir.

Eftir frásögn Þóru sungu félagskonur "Litla flugan" eftir Sigfús Halldórsson undir forsöng Laufeyjar Gísladóttur  og síðan var gert kaffihlé.

Hulda Björk kynnti að lokum vinnustað sinn og starfsvettvang bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Fundinum lauk um kl. 22:30.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð


Síðast uppfært 01. jan 1970