Skýrsla Þetadeildar 2004–2006

Skýrsla formanns í Þeta deild árin 2004–2005 og 2005–2006

Ég ætla að rifja upp þessi tvö ár sem við höfum verið í stjórn, ég, Auður, Elín, Elínborg og Guðbjörg, gjaldkeri. Þetta er buinn að vera ánægjulegur tími. Á fyrsta stjórnarfundi haustsins höfum við stjórnarkonur skipulagt vetrarstarfið. Alls voru þetta tólf fundir, sex á hvoru starfsári.

Á þessum tveim árum heimsóttum við þrjá skóla. Við héldum einn fund í Fjölbrautaskólanum, fræddumst um skólastarfið og skoðuðum glæsilega nýbyggingu skólans. Við heimsóttum tvo grunnskóla, þann elsta og þann yngsta á svæðinu. Í Gerðaskóla fræddi Auður okkur m.a. um fyrstu ár skólastarfsins í Garði og síðasti fundurinn okkar var haldinn í Akurskóla en þar tók Jónína skólastjóri á móti okkur og fræddi okkur um skólastarfið þar.

Við kynntumst starfi einnar félagskonu en Guðbjörg Sveinsdóttir sagði okkur frá starfi sínu á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og var greinilegt að hún hefur í mörg horn að líta

Sigríður Danívalsdóttir hélt fróðlegt erindi á fundi í desember á síðasta ári en erindi hennar fjallaði m.a. um hvernig ætti að bregðast við öldruðum fötluðum og snemmbærri öldrun fatlaðra.

Bókfundirnir voru á sínum stað í janúar bæði starfsárin. Nú síðast heldum við fundinn í hádegi á laugardegi og gafst það bara vel.

Við fengum heimsóknir á þrjá fundi.
Á fyrra starfsári kom Rósa K. Júlíusdóttir myndlistarkennari í heimsókn en hún var þá forseti Landssambandsins. Hún sagði okkur frá starfi sínu sem forseti en einnig um aðdraganda þess að hún ákvað að sinna kennslufræðilegum þætti myndlistar. Var erindi hennar mjög áhugavert og vakti til umhugsunar um mikilvægi myndlistarkennslu í skólum.
Í haust kom svo Sigrún Jóhannesdóttir í heimsókn. Sigrún er menntaráðgjafi og félagi í Deltadeild. Hún er mjög öflugur liðsmaður í samtökunum og sá m.a. um útgáfu á lögum og reglugerðum Landssambandsins. Á fundinum sagði hún okkur frá leiðtogatíglinum en þar getum við staðsett okkur með tilliti til hvernig við skynjum í fari okkar: framsýni, djörfung, næmi og veruleika. Var þetta mjög góður fundur en það var leiðinlegt hve fáar konur sáu sér fært að mæta á hann.
Á síðasta jólafundi fengum við þrjár konur í heimsókn, þær Vesku frá Búlgaríu, Júlíu frá Columbíu og Biöncu frá Máritíus. Þær sögðu okkur frá jólahaldi í sínu heimalandi, spiluðu lög og dönsuðu. Voru þær mjög skemmtilegar.

Við heimsóttum eitt safn á svæðinu, Byggðasafnið í Garðinum.
Annað safn heimsóttum við í fyrra en þá fórum við að Gljúfrasteini og skoðuðum heimskynni Halldórs Laxness og Auðar. Lokafundurinn var síðan haldinn að heimsókn lokinni í Fjörukránni í Hafnarfirði. Enn lögðum við land undir fót og fyrir þennan lokafund skoðuðum við Bessastaði og vonu við að þeim sem höfðu ekki komið þangað hafi fundist það áhugavert.

Sóley Halla Þorhállsdóttir
formaður

Skýrsla formanns 2004–2006
Saga Þetu deildar í þuluformi.
Suðurnesin

Skáldkonurnar, Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) og Theodora Thorodddsen settu, fyrst skálda, fram þuluformið í braglist um aldamótin 1900. Hulda var bóndadóttir frá Auðnum í Þingeyjarsýslu og bóndi. Hún fékk að láni braglínur úr gömlu þulunum og spann utan um þær frá sjálfri sér svo að úr urðu persónuleg ljóð. Hulda átti fjögur börn. Theodora  var smeyk við að koma fram undir eigin nafni en hafði ort frá barnæsku. Hún var prestsdóttir vestan úr Dölum, ein fimmtán systkina og bóndi líkt og Hulda. Sjálf eignaðist hún  þrettán börn og þurfti að bæta buxnahné og stoppa í sokka, sem henni þótti leiðinlegt. Konur hafa löngum þurft að vinna verk sín með barnaskara í kringum sig og virka sterkar líkt og þessar skáldkonur.
Theodora kvað þulur, börnin sefuðust og verkin unnust:

Mitt var starfið hér í heim,
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeim
og keppast við að staga.
Ég þráði að leika lausu við
sem lamb um græna haga,
en þeim eru ekki gefin grið
sem götin eiga að staga.

Þessar skáldkonur eru kallaðar fram sem fræðandi afrekskonur og falla inn í leiðtogatígulinn með framsýni og djörfung, næmni og veikleika. Þær verða mér til halds og traust því ég fæ lánað þuluformið í skýrsluna mína.

Tólf eru fundir
ef talið er rétt.
Haldið um taumana,
létt og nett.
Skólar skoðaðir og sóttir heim,
fræðslustarf mikið að gerast í þeim.
Yngsti og elsti ólíkir mjög
Akurskóli þrívíður og opinn út í geim
Gerðaskóli tvívíður og ber því keim
af hefðarfestu Guðmundar Finnbogasonar
( elsta menntunarfræðings grunnskólans)
Fjörugt er í Fjölbraut
og ferðalagið gott….
um glæsilega nýbyggingu
sem ber starfinu vott,
 um fjölgreind og frama.
Fræðandi konur kynntu störfin sín,
Guðbjörg Sveins., var glæsileg og voðalega fín.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar
skartar henni svo
hún afgreiðir störfin fyrir; að minnsta kosti tvo.
Sigríður Daníels., með fróðlegt erindi
fyrir aldraða, fatlaða
hún leggur þroska til.
Hæfingastöðin - hýsir hana vel
lyftistöng í bæjarfélag – hana ég tel.
Rósa K. Júlíusdóttir, myndlistarkennari,
lagði fram heimsókn og var
frásögufærandi
af forseta
Landssambandsins og
myndmenntakennslunni.
Sigrún Jóhannesdóttir, menntunarráðgjafi
sagði Leiðtogatígulinn
„allsherjar sálfræði – safi.“
Framsýni, djörfung
næmni, veikleiki.
Þið konur þurfið þægindi
þá framgjarnar ætliði.
Jólahald í desember víðast er hvar,
í Búlgaríu, Columbíu, já nefndu það.
Máritíus er landssvæði
svakalega flott.
Allar kynntu þær hefðirnar
og gerðu það gott.
Bókafundur í janúar,
þarfaþing er.
Jólabókaflóðið, kemur og fer.
Konur grípa ‘þær í,
komi jólafrí.
Safnavinna á svæðinu,
skemmtileg og fín.
Byggðasafnið í Garðinum,
er sko ekkert grín.
Gljúfrasteinn er góður,
og af Halldóri mikill hróður.
Bessastaðir og  bæjarferð,
bærilegt tókst það.
Húsráðandi og silfursverð
var sett út’á hlað.
Við sælar þökkum fyrir það.
Veitingastaðir Hafnarfjarðar,
fullir eru af mat.
Sett var fyrir okkur
heljarstórt fat.
Á Fjörukránni þótti’ekki
í  kot – vísað.
En A.Hansens karlinn
toppaði’það.

Við þökkum fyrir okkur,
og þennan heim,
sem ríkari verður af konum,
í Delta-Kappa-Gamma
um gjörvallan geim.

         (Steinunn Njálsdóttir, Þeta deild /SN)                     


Síðast uppfært 12. maí 2017