23. janúar 2013

Fundargerð Þetafundar 23. jan 2013

Dagskrá fundar:

1. Kveikt á kertum

2. Orð til umhugsunar

3. Nafnakall / fundargerð

4. Bókaspjall

8. Önnur mál:    

  1. Inga María bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, hjálpsemi og trúmennsku
  2. Sigrún Ásta Jónsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um sýningu Byggðasafnsins í Duus húsum. Safnasýning er miðill og upplifun safngesta er aðalatriðið, vandasamt verk að setja upp góðar sýningar. Sigrún las einnig ljóð eftir Sigurð Breiðfjörð,  frásögn frá  vertíð eftir Þórarinn Tómasson og kafla um lokadaginn eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur.
  3. Bókaspjall. Sagt var frá eftirtöldum bókum:
    Eyjan undir djúpinu / Isabela Allende
    Hér vex enginn sítrónuviður / Gyrðir Elíasson
    Vögguvísa/ Elías Mar
    Strandir / Gerður Kristný
    Bjarna-Dísa / Kristín Steinsdóttir
    Ábending um athygisverðar þýddar bækur frá útgáfufyrirtækinu Lesbók
    Girl in the garden / Camila Nakir
    Texar / Megas
    Ósjálfrátt / Auður Jónsdóttir
    Illska / Eiríkur Örn Norðfjörð
    Þríleikur Jóns Kalman Stefánssonar
    Mei mí beibísitt? / Marta Eiríksdóttir
    Gísli á Uppsölum / Ingibjörg Reynisdóttir
    Sjóræninginn / Jón Gnarr
    Undantekningin / Auður Ava Ólafsdóttir
    Elly / Margrét Blöndal
  4. Önnur mál.
    Formaður minnti á landssambandsþingið sem haldið verður 4-5. maí n.k. á Hótel Heklu. Sveindís er í nefndinni sem skipuleggur dagskrá og óskar eftir hugmyndum frá félagskonur um dagskráratriði. Inga María minni á sjóðina sem hægt er að sækja um styrki í, sagði frá áfromum stjórnar að fjölga í deildinni og bað félagskonur að senda hugmyndir um nýja félaga með rökstuðningi  til formanns.

Formaður sleit fundi kl.22:00

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð.


Síðast uppfært 14. maí 2017