29. september 2003
Fyrsti fundur starfsársins haldinn 29. september 2003 á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar kl. 20:00
- Formaður setur fund, býður konur velkomnar og kveikir á kertum. Þá greindi hún frá því að þrjár af systrum okkar hafa skipt um störf og síðan greindi hún frá Evrópuráðstefnunni
- Guðbjörg Sveinsdóttir las upp markmið samtakanna.
- Sigrún Ásta Jónsdóttir las orð til umhugsunar. Hún las örsöguna "Dásamleg kona" úr bókinni "Galdrabók Ellu Stínu" eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
- Hulda Björk Þorkelsdóttir kynnti könnun sem stjórnin hefur útbúið og bað konur að svara spurningum á spurningablaði A.
- Þá var skipt í hópa, konur fengu spurningablað B og ræddu hóparnir um þau atriði sem þar voru kynnt.
- Eftir kaffihlé kynntu hóparnir niðurstöður sínar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00
SÁJ
Síðast uppfært 01. jan 1970