13. janúar 2009
3. fundur vetrarins var haldinn að Borgarvegi 8 í Reykjanesbæ miðvikudaginn 13. janúar
2009.
Þema fundarins var bókmenntir.
Valgerður Guðmundsdóttir, formaður, setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Hún tengdi þema kvöldsins við
markmið samtakanna um að efla persónulegan og faglegan þroska félagskvenna og hvetja þær til virkni.
Hulda Björk flutti orð til umhugsunar og ræddi um bækur, bókasöfn, lestur og lesskilning.
Samkvæmt nafnakalli voru 12 félagskonur mættar og einn gestur, Geirþrúður F. Bogadóttir.
Ritari deildarinnar las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
Því næst hófst bókakynning þar sem félagskonur kynnti þær bækur sem þær hafa lesið nýlega.
Eftirtaldar bækur voru kynntar:
Leitin að barninu í gjánni / Guðbergur Bergsson
Bækur eftir Camillu Läckberg og Lizu Marklund m.a. bókin Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri
Colorado draumurinn / Jane Aamund
Bókaþjófurinn / Markus Zusak
Verðir sáttmálans / Tom Egeland
Vetrarsól / Auður Jónsdóttir
Karlar sem hata konur / Stieg Larsson
Auðnin / Yrsa Sigurðardóttir
Fluga á vegg / Ólafur Haukur Símonarson
Dimmar rósir / Ólafur Gunnarsson
Sá einhverfi og við hin / Jóna Ágústa Gísladóttir
Karitas og Óreiða á striga / Kristín Marja Baldursdóttir
Kona fer til læknir / Ray Kluun
Glerkastalinn / Jeannette Walls
Í sól og skugga / Bryndís Schram
Þar sem vegurinn endar / Hrafn Jökulsson
Ég ef mig skyldi kalla / Þráinn Bertelsson
Sálmar og ljóð / Sigurbjörn Einarsson, biskup
Hallgrímur / Úlfar Þormóðsson
Fundi slitið að venju um kl. 10 eftir að hafa notið glæsilegs kaffiborðs húsráðanda, Guðbjargar Sveinsdóttur.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð
Fundargerðin var samþykkt á fundi 18. mars 2009.
Síðast uppfært 21. mar 2009