Skýrsla Þetadeidar 2012–14
Stjórnin tók til starfa í ágúst 2012 og er skipuð, fyrir utan þá sem stendur hér, Kristínu Helgadóttur sem tók að sér að vera ritari, Elínu Ólafsdóttur sem sá um að fá systur til að vera með orð til umhugsunar, Gyðu Arnmundsdóttur, sem tók að sér ýmis störf og síðast en ekki síst Huldu Þorkelsdóttur sem var gjaldkeri stjórnar og umsjónarmaður vefsíðu deildarinnar.
Þegar stjórnin tók við voru 28 konur skráðar í deildina, tvær konur hættu og nokkrar hafa tekið sér leyfi á tímabilinu. Því voru ca. 20 misvirkar konur starfandi á tímabilinu. Kjarni deildarinnar er samt ansi sterkur. Hann hefur og tekur virkan þátt í starfi landssambansins með því að starfa í ýmsum nefndum á þeirra vegum.
Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar var að gefa félögum tækifæri til að kjósa um þema til næstu tveggja starfsára. Fyrir valinu varð 7. grein DKG samtakanna ,,Að fræða félagskonur um það sem er efst á baugi í efnahagsmálm, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna. Markmiðið var sett að fundirnir hefðu einhvern snertiflöt við þennana mikilvæga þátt samtakanna.
Þannig lagði stjórni áherslu á að fjölga félögum í Þetadeildinni og að efla tengslin við félaga í öðrum deildum.
Eins og hefð er fyrir, voru fyrsta starfsárið haldnir þrír fundir á haustönninni og þrír á vorönninni. Gestir okkar á fyrst fundinum var þáverandi forseti landssamtakanna Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir sem er ein af stofnendum fyrstu deildarinnar, innan DKG samtakanna, hér á landi.
Stjórnir Þeta- og Alfadeildar ákváðu að efla tengsl þessara deilda með sameiginlegum fundum og heimsóttu þær okkur í október og við enduðum starfsárið með því að heimsækja þær í Reykjavík. Dagskrá fundanna var mjög skemmtileg sem byggðist á skoðunarferðum og hefðbundnum fundarliðum sem skiptist á milli deildanna. Til að auka tengslin var lögð áhersla á að sætaskipan á fundunum væri þannig að systur úr sömu deild sætu ekki saman.
Á jólafundinum bauð stjórnin upp á jólahlaðborð í heimahúsi og Brynja Aðalbergsdóttir Þetasystir kynnt meistarverkefnið sitt, Viltu biðja jólasveinninn að gefa mér íslenskt nammi í skóinn, sem fjallar um áhrif bandaríska varnarliðsins á nærliggjandi samfélög.
Bókafundurinn var á sínum stað í byrjun árs 2013 og kynntu systur uppáhalds bækurnar sínar. Á febrúarfundinum fræddi Hjördís Árnadóttir framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og félagsþjónustu Rekjanesbæjar, Þeta-systur um aðkomu bæjarfélagsins að málefnum hælisleitenda á landinu. Mjög fróðlegt erindi og þörf umræða.
Eins og í öllum félagsskap skiptir öllu máli að félagsmenn hafi áhuga og tök á því að mæta á fundi. Eftir fyrra starfsárið var ekki hægt að horfa fram hjá því að mætingar á fundi deildarinnar fóru dvínandi og var þar verk að vinna og áskorun að hífa mætingarnar upp. Stjórnin fór í mikla og stranga naflaskoðun á skipulagi og efnisvali fundanna. Við skoðuðum m.a. hvernig aðrar deildir, sem státuðu sig af góðri fundarmætingu, stettu upp sína fundi, og einnig hvernig við vildum sjá deildina þróast.
Niðurstöður þessarar vinnu voru skýrar. Í fyrsta lagi að það væri nauðsynlegt að stækka deildina og ákveðið að fjölga þeim úr 26 í 35 og að það þyrfti að leggja áherslu á að bjóða yngri konum í deildina því ekki væri hægt að horfa framhjá því að meðalaldur systra færi ekki lækkandi með árunum.
I öðru lagi fannst okkur nauðsynlegt að breyta út frá eldri venjum, eins og að láta fundartímanna rúlla á milli vikudaga. Fórum við þá leið að festa fundina við síðasta mánudag fundarmánuðina, fundartíminn breytist líka, nú hefjast þeir kl. 18:30 en ekki kl. 20:00. Jafnframt er félögum boðið upp á létta kvöldverð en áður var það í hönd þeirra sem stýrðu fundunum eða stjórnarinnar að sjá um veitingarnar. Í þriðja lagi lögðum við áherslu á þá hefð að halda fundina á fjölbreyttum stöðum, eins og á vinnustöðum félagskvenna, í heimahúsum og á þessu starfsári fóru nokkrir fundi fram í fundarsölum á veitingahúsum í Reykjanesbæ.
Sem fyrr voru sex deildarfundir seinna starfsárið og reyndum við að fá til okkar skemmtilega og fræðandi gesti og komu þeir úr ýmsum áttum; Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur var fyrsti gesturinn. Hún kynnti ný útkomið ,,app sem byggir á námsefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin sem hún hefur verið að þróa í nokkur ár.
Á öðrum fundi vetrarins sagði framkvæmdarstjóri Kaffitárs, hún Aðalheiður Héðinsdóttir, okkur frá uppbyggingu fyrirtækisins og starfsemi þess.
Þriðji fundurinn var tileinkaður 15 ára afmæli Þetadeildarinnar og tilefnið bauð upp á að meira yrði lagt, bæði í mat og efni, Guðbjörg Sveinsdóttir, landsforseti landssamtakanna DKG og ein af stofnendum Þetadeildarinnar fór yfir sögu deildarinnar sem var stofnuð 26. nóvember, 1998. Tveir nemendur frá Brynballett akademíunni sýndi nútímadans og Bryndís Einarsdóttir stofnandi skólans, fræddi félagskonur um ballet, balletskó og baráttu sína fyrir því að fá menntamálaráðuneytið til að viðurkenna dansskólann sem menntastofnun. (Danskólinn hennar er fjórði dansskólinn á landinu til að fá þá viðurkenningu.)
Fjórði fundurinn var haldin á heimili Elínar stjórnarkonu. Stjórnin breytti út frá fyrri venju að systur kynntu og spjölluð um uppáhalds bækur sínar og í staðinn var Jóni Kalman rithöfundi boðið að lesa upp úr bók sinni ,,Fiskarnir hafa enga fætur sem gerist að hluta til í Keflavík. Efir lesturinn spunnust skemmtilegar umræður um efnið. Að lokum áritaði Jón bækur félagskvenna.
Á næst síðasta fundi stjórnar, var haldinn í nýja Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Gestur fundarins og jafnframt guðsmóðir Þetadeildarinnar, var Sigrún Jóhannesdóttir menntaráðgjafi og kemur úr Deltadeildinni. Hún var með námskeið um markmið og leiðir til að efla félagsstarfið, sem hún kallar ,,Leiðarstjarnan. Sigrún lagði áherslu á mikilvægi þess að við hugsum útfyrir rammann , myndum góð tengsl við annað fólk og horfum frekar á möguleika fremur en hindranir. Hún endaði fundinn á því láta systur leysa skemmtileg verkefni sem byggðust á leik sem reyndi samstöðu hópanna. Fróðleg og skemmtileg kvöldstund þar sem var mikið hlegið.
Í reynd eru fundirnir sjö þetta starfsárið, því að við buðum verðandi Þetasystrum upp á súpufund á heimili formannsins. Með því sló stjórnin tvær flugur í einu höggi. Annar vegar fengu þeir kynningu á samtökunum sem forseti Landsamtakanna hún Guðbjörg Sveins. sá um og hins vegar gafst stjórninni kostur á að kynnast þeim enn betur.
Fastir og hefðbundnir liðir á fundum deildarinnar eru ,,orð til umhugsunar sem félagskonur skiptast á að vera með. Viðfangsefnin hafa verið undanteknigarlaust áhugaverð og oftar en ekki nokkuð persónuleg. Ég vona að það halli á engan þegar að ég nefni umtalsefni Sigríðar Daníelsdóttur síðasta fundar, sem velti því fyrir sér ,,hvort að allt í starfi okkar þyldi skoðunar við, þegar fram líða stundir.
En hvernig hefur tekist til? Hægt og sígandi hafa mætingarnar lagast og þegar best lét mættu 29 systur á bókafundinn í janúar síðast liðinn, sbr. árið á undan en þá mættu einungis 11 systur. En betur má ef duga skal og það er í höndum okkar kæru Þeta-systur að halda utan um starfsemi deildarinnar og að tendra neistan til að hún dafni. Einnig mættu systur spyrja sig hvað vil ég fá út úr samtökum DKG og hvað get ég gera fyrir þau.
Og þar með lík ég skýrslu þessarar stjórnar. Fyrir hönd hennar vil ég þakka ykkur Þetasytur fyrir samstarfið. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við fundina. Því þrátt fyrir allt er kjarni þessarar deildar afar sterkur og alltaf gott að leita til hans. Ég vil sérstaklega þakka stjórninni fyrir samstarfið, mér finnst ég hafa náð að tengjast þessum systrum mínum í Þeta-deildinni nánari vinarböndum sem er ómetanlegt.
Mig langar til að biðja þær og gjaldkerann um að koma hér upp og taka við rós.
Takk fyrir mig.
Inga María Ingvarsdóttir, formaður
Síðast uppfært 12. maí 2017