10. mars 2010
Formaður setti fund, bauð gesti velkomna og kveikti á kertunum þremur. Síðan las hún markmið samtakanna og tengdi þau við þema deildarinnar þetta starfsárið sem er Að leggja rækt við sjálfa sig.
Anna Borg úr Kappadeild flutti orð til umhugsunar og ræddi um líkamsrækt og m.a. ábyrgð okkar á að komandi kynslóðir stundi hana.
Næst á dagskrá var nafnakall og voru 14 félagskonur mættar auk gesta sem voru 9 systur úr Kappadeildinni. Fundargerð síðusta fundar var samþykkt.
Aðalefni fundarins var fyrirlestur Jónínu Benediktsdóttur. Hún sagði okkur frá fyrirtæki sínu á Ásbrú sem bíður upp á detox meðferð og útskýrði í hverju meðferðin er fólgin.
Að lokum spjölluðu systur saman yfir veitingum og fundi slitið að venju kl. 21:30.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð.
Fundargerðin var samþykkt athugasemdalaust á fundi deildarinnar 27. mai 2010.
Síðast uppfært 04. sep 2010