21. maí 2008
Fundur hjá Þeta-deild 21. maí 2008
Síðasti fundur vetrarins var að þessu sinni haldinn utandyra. Um var að ræða gönguferð með Birnu Þórðardóttur um
miðbæ Reykjavíkur. Lagt var af stað frá Skólavörðuholtinu kl 17:00 síðdegis. Þetta var mjög skemmtileg ferð þar sem
tvinnaðist saman fræðsla, skemmtun og útivera.
Að lokinni göngu var endað á veitingastaðnum Caruso og haldinn þar aðalfundur, þar sem ný stjórn deildarinnar var kynnt. Í henni sitja
þær.
Valgerður Guðmundsdóttir, formaður
Sigrún Ásta Jónsdóttir
Sveindís Valdemarsdóttir
Hulda Björk Þorkelsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir gjaldkeri starfar áfram með stjórninni.
14 konur mættu í ferðina.
Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari
Síðast uppfært 25. apr 2009