15. janúar 2004

Þriðji fundur starfsársins haldinn 15. janúar 2004 að Borgarvegi 8, Njarðvík, heimili Guðbjargar Sveinsdóttur. Þema fundarins var: "Bækur".

Fundur settur kl. 20:00 af formanni félagsins, kveikt á kertum og konur boðnar velkomnar.

  1. Fluttar voru þrjár tillögur frá stjórn:
    a) Ekki verða teknir inn nýir félagar á þessu starfsári. Ný stjórn taki ákvörðun fyrir næsta starfsár og setji reglur um inntöku nýrra kvenna.
    b) Núverandi stjórn geri tillögu um næstu stjórn og beri fram til atkvæðagreiðslu á síðasta fundi starfsársins.
    c) Fráfarandi stjórn mæti á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar og afhendi gögn.
    Allt samþykkt samhljóða.
  2. Stefanía flutti orð til umhugsunar.
  3. Bækur. Farið var hringinn og sagði hver kona frá áhugaverðri bók/bókum sem hún hafði nýverið lesið. Komu margar með bækurnar með sér og létu ganga. Sköpuðust töluverðar umræður um sumar bókanna.
  4. Hulda Björk flutti að lokum "sitt hartans mál" þar sem hún sagði frá áhugaverðum fundi sem hún hafði setið um miðlun menningararfleifðar. Minnti hún konur á hve miklu skiptir að bregða sér af bæ öðru hvoru, það hressir og blæs okkur kraft
  5. Kaffiveitingar.

Í lok fundarins var Guðbjörgu sérstaklega þakkað fyrir að opna heimili sitt.

Fundi slitið kl. 22:00

SÁJ


Síðast uppfært 25. apr 2009