15. janúar 2004
Þriðji fundur starfsársins haldinn 15. janúar 2004 að Borgarvegi 8, Njarðvík, heimili Guðbjargar Sveinsdóttur. Þema fundarins var:
"Bækur".
Fundur settur kl. 20:00 af formanni félagsins, kveikt á kertum og konur boðnar velkomnar.
- Fluttar voru þrjár tillögur frá stjórn:
a) Ekki verða teknir inn nýir félagar á þessu starfsári. Ný stjórn taki ákvörðun fyrir næsta starfsár og setji reglur um inntöku nýrra kvenna.
b) Núverandi stjórn geri tillögu um næstu stjórn og beri fram til atkvæðagreiðslu á síðasta fundi starfsársins.
c) Fráfarandi stjórn mæti á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar og afhendi gögn.
Allt samþykkt samhljóða. - Stefanía flutti orð til umhugsunar.
- Bækur. Farið var hringinn og sagði hver kona frá áhugaverðri bók/bókum sem hún hafði nýverið lesið. Komu margar með bækurnar með sér og létu ganga. Sköpuðust töluverðar umræður um sumar bókanna.
- Hulda Björk flutti að lokum "sitt hartans mál" þar sem hún sagði frá áhugaverðum fundi sem hún hafði setið um miðlun menningararfleifðar. Minnti hún konur á hve miklu skiptir að bregða sér af bæ öðru hvoru, það hressir og blæs okkur kraft
- Kaffiveitingar.
Í lok fundarins var Guðbjörgu sérstaklega þakkað fyrir að opna heimili sitt.
Fundi slitið kl. 22:00
SÁJ
Síðast uppfært 25. apr 2009