12. október 2004
Dagskrá vetrarins 2004-5.
Konum skipt í hópa og sér hver hópur um fund. Sú kona sem fyrst er nefnd kallar hópinn saman.
6 fundir áætlaðir á starfsárinu:
12. október Fundarstaður Kjarni. Stjórn sér um fundinn
3. nóvember Rósa K. Júlíusdottir, forseti landssambands DKG kemur í heimsókn.
Hópur 1: Stefanía, Guðbjörg, Sigríður Bílddal, Margrét, Jónína
6. desember Hópur 2: Sigríður Dan, Hulda, Alda, Lára
11. janúar: Hópur 3: Bókafundur. Sveindís, Hildur, Valgerður, Laufey, Þórdís
10. febrúar Fundarstaður Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Hópur 4: Bjarnfríður, Inga María, Sigrún, Lilja
13. apríl Lokafundur. Hópur 5: Oddný, Karen, Steinunn, Guðríður, Þórunn
Fundur hjá Þeta-deild 12. október 2004
Sóley setti fundinn og kynnti verkaskiptingu nýrrar stjórnar. Formaður er Sóley Halla Þórhallsdóttir, ritari Elín Rut
Ólafsdóttir, meðstjórnendur Auður Vilhelmsdóttir og Elínborg Sigurðardóttir og gjaldkeri er Guðbjörg Sveinsdóttir. Sóley
kynnti einnig dagskrá vetrarins.
Auður kveikti á kertum.
Elínborg var með orð til umhugsunar um konur á framabraut og hugleiðingar um hver staða helstu stjórnmálamanna væri ef þeir væru
konur.
Því næst var nafnakall og lesin fundargerð síðasta fundar.
Sóley sagði frá framkvæmdaráðsfundi sem haldinn var 11. september í Hafnarfirði.
Næsti landssambandsfundur verður 23. apríl en þema þess verður list og verkgreinar.
Elin kynnti næst tákn samtakanna og hvað hvert þeirra stendur fyrir .
Þá var komið að kynningu á dagskrá vetrarins og hópaskiptingu. Lagt var til að þema starfsársins verði list og verkgreinar. Rósa
Kristín Júlíusdóttir forseti DKG og kennari er væntanleg á næsta fund til okkar þann 3. nóv. Guðbjörg afhenti konum miða
með reikningsnúmeri og upphæð félagsgjalda og þarf að greiða fyrir nóvemer. Konur hvattar til að bregðast skjótt við.
Elínborg spurðist fyrir um hvernig konum hefði fundist að fá fundarboð í pósti. Konur voru almennt ánægðar með það og
þá sérstaklega vegna verkfallsins.
Kaffihlé
Sóley bar upp hugmynd um hvort konur væri tilbúnar að fara eina ferð til Reykjavíkur. Tekið var vel i það og mun stjórnin ræða
þetta og kynna er nær dregur.
Guðbjörg Sveinsdóttir kynnti starf sitt og starfsemi Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Greinilegt er að um er að ræða mjög fjölbreytt starf
og í mörg horn að líta.
Fundi sltiið kl.22:00.
Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir
Síðast uppfært 25. apr 2009