Innsýn í sýningarhönnun
19.03.2009
Þeta-systur fengu skemmtilega innsýn í sýningarhönnun á fundi sínum í Duus-húsum í gærkvöldi. Þar fengum við
að kynnast hugmyndafræðinni sem býr að baki hönnunar nýrrar sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar sem verið er að setja upp í
Gryfjunni. Sýningin nefnist Völlurinn og er um störf Íslendinga á Keflavíkurflugvelli og áhrif veru hersins á mannlífið á
Suðurnesjum. Sigrún Ásta, forstöðumaður safnsins og Björn G. Björnsson, sýningarhönnuður sögðu frá og nýjar hugmyndir
kviknuðu í umræðunni. Enginn vafi er á því að þarna verður á ferð áhugaverð sýning.