Tjarnarsel fær umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar
07.11.2009
Þann 17. september síðastliðinn veitti Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjanesbæjar Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar en þau hljóta fyrirtæki, einstaklingar eða félagasamtök sem huga sérstaklega vel að
umhverfi sínu. Að þessu sinni voru veitt fern verðlaun og var leikskólinn Tjarnarsel meðal vinningshafa og hlaut verðlaunin fyrir árangursríka
fræðslu og umhverfisstefnu.
Á myndinni má sjá Árna Sigfússon bæjarstjóra afhenda ungum fulltrúum leikskólans Tjarnarsels kúst til viðurkenningar fyrir fræðslu og umhverfisstefnu skólans. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs fylgist með