Vetrarstarfið að hefjast
20.09.2012
1. fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 3. október n.k. Von er á góðum gestum, þeim Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, forseta
landssambandsins og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur. Inga María og Guðbjörg S. segja okkur frá alþjóðaþinginu í New York í
sumar. Félagskonum gefst einning kostur á að velja þema næstu tveggja ára.
2. fundur verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember. Þá koma systur úr Alfa-deildinni í heimsókn.
3. fundur verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember og er jólafundur. Brynja Aðalbergsdóttir mun kynna meistaraverkefni sitt: "Viltu biðja
jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?"
4. fundur verður haldinn fimmtudaginn 24. janúar og er árlegur bókafundur.
5. fundur verður haldinn mánudaginn 25. febrúar. Dagskrá óráðin.
6. fundur verður haldinn með vorinu og nánari upplýsingar koma síðar.
Minnum félagskonur á að greiða árgjaldið fyrir 15. október n.k. inn á reikning deildarinnar nr. 0142-05-000586. kt. 490312-0640.