Vorferð 13. apríl 2019
Þær eru að skipuleggja ferðina og stefnt er að því að heimsækja Konubókastofuna á Eyrabakka, Þorlákskirkju, fá okkur súpu í Hendur í hönd og ef veður er gott þá kíkjum við í Skötubótina í Þorlákshöfn sem er frábær fjara.
Rútan leggur af stað frá Stapa kl. 09.30 og keyrir í gegnum Grindavík, stoppar við Nettó um 25. mínútum seinna. Við áætlum að vera komnar tilbaka um klukkan 15.30. Kostnaður vegna rútunnar verður á milli kr. 2500 – 3000 pr. konu og fer verðið eftir því hve margar skrá sig. Síðan borgar hver sína súpu í Hendur á höfn.
Við í nefndinni vonumst til að sjá sem flestar í vorferðinni okkar.
Valgerður, Jurgita og Gerður