Vorferð 14. apríl 2018
Senn líður að árlegri vorferð okkar Þetasystra. Hún verður með öðru sniði en venjulega því við ætlum að setja okkur í gestgjafastellingar og taka á móti Epsilondeildinni frá Suðurlandinu laugardaginn 14. apríl. Við hvetjum ykkur til að mæta og eiga með gestum okkar góða og glaða stund.
Dagskrá hefst í Duushúsum kl.11:00 þar sem Valgerður tekur á móti hópnum og fræðir okkur um sögu staðarins og sýningarnar sem verða í húsinu. Við munum snæða í Víkingaheimum og skoða glæsilega tónlistarskólann okkar undir leiðsögn Karenar og Geirþrúðar. Fleira er á prjónunum og verður það auglýst þegar nær dregur.
Takið daginn frá því mikilvægt er að mætingin frá Þetadeild verði sem allra best.