Fréttir

Starfsemi annarinnar hefst 27. janúar 2014

Þá verður hinn árlegi bókafundur. Fundarboð verður sent fljótleg.
Lesa meira

Fundargerð og myndir

Fundargerð siðasta fundar er komin á vefinn ásamt myndum úr starfinu í vetur
Lesa meira

Tjarnarsel fær viðurkenningu

Öflugt starf leikskólanna í Reykjanesbæ er til fyrirmyndar.
Lesa meira

Leikskólinn Holt fær verðlaun

en leikskólastjórinn, Kristín Helgadóttir, er ein af félögum í deildinni okkar. Lesa má allt um verkefnið og verðlaunin á vefsíðu skólans www.holt.reykjanesbaer.is. Til hamingju!
Lesa meira

Glœsilegur afmœlis- og jólafundur

Deildin okkar er 15 ára í dag. Haldinn var glæsilegur afmœlis- og jólafundur í gœr. Bryndís Einarsdóttir, eigandi BrynBallet, var gestur fundarins. Hún sagði okkur frá skólanum og tveir  nemendur hennar sýndu dans. Guðbjörg Sveinsdóttir, landssambandsforseti, ávarpaði fundinn og hvatti okkur til dáða. Einnig var mœttur góður gestur úr Alfadeild, Sigrún Klara Hannedóttir, og færði hún deildinni gjöf. Afbragðsgóður jólamatur frá  Erni í Soho rann ljúflega niður og allir skemmtu sér vel. 
Lesa meira

Fundargerð síðasta fundar komin á vefinn

sjá fundargerðir á vinstri spássíu.
Lesa meira

Vetrardagskráin 2013

fundur haldinn 30. september 2013 á Icelandair Hotel. Gestur fundarins er Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur fundur haldinn 28. október 2013 í Kaffitár. Gestur fundarins er Aðalheiður Héðinsdóttir. fundur - jólafundur - haldinn 25. nóvember.
Lesa meira

Þetasystir nýr forseti Delta Kappa Gamma

Á ný afstöðnu landsambandsþingi DKG var Guðbjörg M. Sveinsdóttir kosin forseti samtakanna. Við óskum henni innilega til hamingju með embættið og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi. Þetta er mikil heiður fyrir Þetadeildina  og munum við styðja við bakið á Guðbjörgu meðan hún  gegnir þessari ábyrgðarstöðu innan samtakanna.
Lesa meira

Orð til umhugsunar

Bryndís okkar Guðmundsdóttir flutti eftirtektarverð orð til umhugsunar á síðasta fundi Þetadeildar, sem haldinn var með Alfadeild á Slippbarnum í Reykjavík. Bryndís gaf ritnefnd leyfi til að birta orðin á vef samtakanna og þau má lesa á þessari slóð: http://dkg.muna.is/is/moya/news/ord_til_umhugsunar___bryndis_gudmundsdottir/
Lesa meira

Sóley Halla ráðin skólastjóri Heiðarskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir á fundi þann 7. mars s.l. að ráða Sóley Höllu Þórhallsdóttur skólastjóra Heiðarskóla.  Sóley Halla er ein af stofnfélögum í Þetadeild DKG á Suðurnesjum. Við sendum henni hamingjuóskir og óskir um velfarnað í lífi, starfi og leik.
Lesa meira